Króka-Refs saga segir frá Refi Steinssyni sem hrekst frá Íslandi vegna deilna. Ferðast hann þá víða og fer meðal annars til Grænlands, Danmerkur og Noregs. Þrátt fyrir að teljast ekki til vinsælustu Íslendingasagna er sagan um margt skemmtileg. Hún minnir á riddarasögur eða fornaldarsögur Norðurlanda.Verkið er ólíkt helstu Íslendingasögum að því leyti að söguhetjan, Refur, er ekki sérlega líkur algengustu hetjum og stórmennum. Hann er nokkurs konar blanda af andhetju og ofurhetju. Til að mynda hikar hann ekki við að beita brögðum til að ná sínu fram og kemur sér hjá beinum átökum án nokkurrar skammar. -