Brazilíufararnir segir frá ævintýrum Íslendinga sem flytja búferlum til Brazilíu. Á ferðalagi sínu lenda ferðalangarnir frá Íslandi í spennandi hremmingum og ekki er laust við að ástin láti á sér kræla. Sagan er innblásin af Íslendingum sem fluttust til Brazilíu á seinni hluta 19. aldar í leit að betra lífi þegar erfitt var í ári á Íslandi.